Gleymdist lykilorðið ?

 

Eftirfarandi reglur og tilmæli gilda í kvikmyndahúsum Sambíóanna 

  • Reykingar og neysla vímugjafa eru óheimilar inni í kvikmyndahúsunum. 
  • Rafsígarettur eru ekki leyfðar í kvikmyndahúsum Sambíóanna.
  • Þeir sem óska eftir að reykja verða að fara út fyrir anddyri kvikmyndahúsanna.
  • Notkun myndavéla eða kvikmyndaupptökuvéla er óheimil án leyfis umsjónarmanna kvikmyndahúsanna.
  • Notkun hjólabretta, reiðhjóla og skauta er óheimil inni í kvikmyndahúsunum.
  • Óheimilt er að taka með sér gæludýr inni í kvikmyndahúsin.
  • Óheimilt er að taka með sér og neyta matar og sælgætis eða drykkja sem keyptir hafa verið utan kvikmyndahúsanna.
  • Ekki er heimilt að taka með sér stórar íþróttatöskur eða aðrir hlutir í yfirstærð sem hefta hreyfingar annarra á milli sætaraða og geta þannig skapað hættu ef ríma þarf sali.
  • Viðskiptavinur verður að hafa gildan bíómiða til að geta fylgst með sýningunni.
  • Miðinn gildir fyrir einn og aðeins á þá sýningu sem tekin er fram á miðanum.
  • Það er bannað að trufla aðra áhorfendur og skemma sýninguna fyrir öðrum, t.d. með notkun farsíma.
  • Það er bannað að skemma eigur kvikmyndahússins vísvitandi, t.d. með því að setja fæturna upp á sætin, nota liti og úðabrúsa á innanstokksmuni.  Verði gestir uppvísir að því að skemma eignir kvikmyndahússins vísvitandi – áskilur fyrirtækið sér fullan rétt  til að krefja viðkomandi skaðabóta til að koma aðstöðunni í samt lag.

Aldurstakmörk á myndir

  • Sambíóin fylgja lögum um kvikmyndaskoðun nr. 62/2006
  • Ábyrgð og skyldur kvikmyndahúsa skv. þessum lögum má finna á vef kvikmyndaskoðunar hér að neðan, en þar kemur m.a. fram  í 2. grein að sýningaraðila kvikmyndar beri skylda til að framfylgja aldursakmörkunum á sýningar í kvikmyndahúsum.

Starfsmenn kvikmyndahúsa hafa rétt á eftirfarandi: 

  • Að óska eftir skilríkjum þess sem kaupir bíómiðann ef myndin er bönnuð börnum innan ákveðins aldurs eða til þess að staðfesta aldur ef um afslátt er að ræða.
  • Að neita að selja miða ef viðkomandi er undir þeim aldursmörkum sem myndin leyfir, sbr. það sem lög segja til um.
  • Að selja þeim ekki miða sem eru augljóslega ölvaðir, í vímu eða líklegir til að valda ónæði.
  • Að selja þeim ekki miða sem eru ekki nægilega vel klæddir eða ákaflega óþrifalegir og geta með því skemmt upplifun annarra gesta.
  • Að vísa þeim á dyr sem hafa truflað sýningar eða brotið reglur kvikmyndahússins án þess að endurgreiða þeim miðann. Við alvarlegustu aðstæður verður málum vísað til lögreglu.
  • Ef einhver reynir að svindla á starfsmönnum kvikmyndahússins má ógilda miðann og vísa viðkomandi úr húsinu.
  • Að neita að selja þeim miða sem hafa áður brotið reglur kvikmyndahússins eða reynt að svindla á starfsfólki þess á einhvern hátt.
  • Að leyfa hreyfihömluðu fólki í hjólastól að fylgjast með sýningum án þess að borga ef viðkomandi situr í hjólastólnum á ákveðnum stað í salnum. Sá sem fylgir viðkomandi verður að kaupa miða. 

Starfsmenn kvikmyndahússins mæla með eftirfarandi: 

  • Farið ekki með kornabörn á bíósýningar vegna þess að hávaðinn fer illa í þau og fær þau til að gráta, en það skapar mikla truflun fyrir aðra áhorfendur.
  • Leitið samstundis aðstoðar hjá starfsfólki kvikmyndahússins ef einhverjir trufla sýninguna og spilla henni fyrir öðrum.
  • Vinsamlegast gangið snyrtilega um kvikmyndasalina og hendið umbúðum og drasli í ruslafötur.
  • Vinsamlegast mætið tímalega á sýningar til þess að ekki sé of mikil truflun og  umgangur eftir að kvikmyndasýning hefst.

Viðskiptaviðmið:

  • Aðgöngumiðar eru ekki endurgreiddir ef viðskiptavinur á ekki tök á að mæta á sýninguna.   Í slíkum tilfellum er viðskiptavinum boðið upp á að breyta miðanum yfir á aðra sýningu,ef komið er samdægurs þ.e.a.s áður en sýningin sem keypt hefur verið á hefst. Ef upp koma aðstæður þar sem sýning fellur niður, er viðskiptavinum sem hafa gilda miða á viðkomandi sýningu boðnir tveir nýir aðgöngumiðar á sambærilega sýningu eða miðinn endurgreiddur.
  • Aðgöngumiðar eru ekki endurgreiddir sökum þess að viðskiptavinur telji mynd ófullnægjandi.
  • Sambíóin láta tölvupóstföng aldrei í hendur þriðja aðila.
  • Ekki er sent kynningarefni til þeirra sem skráð hafa sig á síðuna nema hakað sé við þartilgert hak við skráningu
  • Vefur Sambíóanna meðhöndlar engar kortaupplýsingar, Allar kortafgreiðslur fara í gegnum örugga síðu Valitor á íslandi